Innlent

Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kristján Jóhannesson segir að töluvert beri á milli aðila en fagnar því að vinnan sé hafin.
Kristján Jóhannesson segir að töluvert beri á milli aðila en fagnar því að vinnan sé hafin.
Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag.

Kristján Jóhannesson, formaður FFR, segir að stefnt sé að því að koma með lokasvar næstkomandi þriðjudag, en samningurinn sé yfirgripsmikill og flókinn og leggja þurfi töluverða vinnu í hann. Samningurinn nái til margra ólíkra hópa og taka þurfi tillit til allra þátta.

„Þetta er gott á sumum stöðum. Ekki jafn gott á öðrum stöðum. Við þurfum bara að fara efnislega í kröfugerðina og leggjast yfir þetta um páskana,“segir Kristján.

Kristján segir að töluvert beri á milli aðila en fagnar því að vinnan sé hafin.

Þá segir hann að fólk megi búa sig undir tafir á miðvikudaginn kemur. „Það er það langt í land að ólíklegt er að við munum aflýsa einhverjum aðgerðum.“

Flugvallarstarfsmenn lögðu niður störf að morgni 8. apríl. Næsta vinnustöðvun er boðuð 23. apríl og önnur 25. apríl. Allsherjar verkfall hefst svo 30. apríl, hafi ekki samist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×