Langflest afbrot hér á landi tengd áfengi og fíkniefnum 28. desember 2011 08:00 Fíkniefni í vörslu lögreglu Tveir þriðju þeirra fanga sem sitja inni fyrir fíkniefnabrot hafa brotið alvarlega gegn hegningarlögum með umfangsmikilli sölu eða smygli.fréttablaðið/gva Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv Fréttir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv
Fréttir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira