Landsmenn vilja heilbrigðismál í forgang á fjárlögum en kirkjan er neðst á blaði Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 16:06 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði