Landsmenn vilja heilbrigðismál í forgang á fjárlögum en kirkjan er neðst á blaði Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 16:06 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent