Innlent

Landsbjörg æfir með erlendum

Landsbjörg og evrópsk sjóbjörgunarfélög æfa meðal annars stjórnun slöngubáta. fréttablaðið/vilhelm
Landsbjörg og evrópsk sjóbjörgunarfélög æfa meðal annars stjórnun slöngubáta. fréttablaðið/vilhelm
Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þessa dagana þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélögum. Verkefnið gengur út á það að frá Íslandi fara sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunarskipa eða báta til nokkurra Evrópulanda og á móti koma sjálfboðaliðar frá sömu löndum.

Sjálfboðaliðarnir komu til landsins um helgina og hófust þá æfingar þar sem þeir fengu að kynnast starfi íslenskra björgunarsveita. Æfð var straumvatnsbjörgun og stjórnun slöngubáta í Ölfusá og við Þorlákshöfn. Næstu daga verður hópurinn hjá Slysavarnaskóla sjómanna og á Snæfellsnesi við æfingar. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×