Innlent

Landsbankinn úthlutar 10 milljónum til nýsköpunarverkefna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Styrkþegar ásamt Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni, formanni dómnefndar.
Styrkþegar ásamt Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni, formanni dómnefndar. Mynd/Landsbankinn
Landsbankinn úthlutaði í gær úr Samfélagssjóði bankans 10 milljónum króna til fjórtán nýsköpunarverkefna. Hæsti styrkurinn nam 1,5 milljónum króna, fjögur verkefni hlutu eina milljón króna og níu verkefni  500.000 krónur hvert.

Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja frumkvöðla við að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

Eftirtaldir hlutu styrki frá bankanum:

Styrkur að fjárhæð 1.500.000 kr.:

Inklaw ehf. – Framleiðsla og markaðssetning á íslensku fatamerki undir nafninu Inklaw Clothing.

Styrkur að fjárhæð 1.000.000 kr.:

4Fish ehf. – Þróun á sporðskurðarvél sem ætluð er til sporðskurðar á bolfiski.

BMJ Energy ehf. – Þróun á nettengdum stýribúnað og fjarmælikerfi fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir.

Herberia ehf. – Þróun og markaðssetning á skráðum jurtalyfjum við vægum algengum sjúkdómum.

Medilync ehf. – Þróun einfaldrar og heildstæðrar lausnar til þessa að mæla og meta lyfjaþörf sykursjúkra.

Styrkur að fjárhæð 500.000 kr.:

Axel Ingi Jónsson – Vefsvæði sem safnar saman upplýsingum um öll júdómót sem haldin eru.

Birkir Vagn Ómarsson – Þróun tölvuleiksins Future Habits sem ætlað er að nýta myndræna útfærslu til að kenna börnum að velja næringarríka fæðu.

Daði Freyr Ólafsson – Hönnun og þróun vefsíðunnar vaxtavextir.is sem býður upp á verðsamanburð á fjármálaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi.

Hannes Þór Hafsteinsson – Vinnsla fæðubótaefnisins resveratról og annarra fjölfenóla úr íslenskum greniberki.

MURE ehf. – Þróun hugbúnaðar fyrir sýndargáttir (e. virtual reality headsets) sem ætlað er að minnka streitu og auka afköst fólks sem vinnur í opnum vinnurýmum.

Sigurást ehf. – Framleiðsla á umhverfisvænum fyrirburafatnaði og markaðssetning utan landsteinanna.

SuitMe – Þróun hugbúnaðar fyrir snjallsíma sem auðveldar fólki að kaupa föt á netinu.

V6 Sprotahús – Þróun nýrrar tegundar af hljóðmön fyrir borgarumhverfi framtíðarinnar.

Instafish – Þróun aðferðar við sölu íslenskra sjávarafurða á netinu sem gerir framleiðendum kleift að selja beint til neytanda með einfaldari hætti en áður.

Í dómnefnd voru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent við Háskóla Íslands, Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum og  Inga Ásta Karlsdóttir, þjónustustjóri fyrirtækja hjá Landsbankanum á Akureyri. Yfir 250 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×