Viðskipti innlent

Landsbankinn býður hlut sinn í Eyri Invest til sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans.
Landsbankinn hefur boðið til sölu allan eignarhlut sinn i fjárfestingarfélaginu Eyrir Invest hf. Eignarhluturinn, sem nemur rúmlega 23 prósentum af öllu hlutafjár í fyrirtækinu, er auglýstur í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag.

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest var stofnað árið 2000. Helstu fjárfestingar í eigu þess eru ríflega 29 prósent hlutur í Marel, en markaðsvirði þess hlutar nemur um 54 milljörðum króna, og þriðjungshlutur í fjárfestingafélaginu Eyri sprotum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×