Innlent

Landsæfing björgunarsveitanna í fullum gangi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn æfa við Andakílsárvirkjun.
Björgunarsveitarmenn æfa við Andakílsárvirkjun. Mynd/Sigurður Ó. Sigurðsson
Hátt í 500 manns taka nú þátt í landsæfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fer í Borgarfirði og nágrenni. Um 340 meðlimir björgunarsveita um allt land leysa um 60 björgunartengd verkefni af ýmsum toga.

„Þetta eru alls konar verkefni, svo sem fyrstu hjálpar verkefni, jeppaverkefni, leitarverkefni, aðkoma að hópslysi, fjallabjörgun og fleira. Verkefnin eru mis erfið, þetta er ekki próf heldur er þetta æfing sem snýst um að menn séu að bæta sig. Einnig er þetta mjög gott tækifæri fyrir sveitir að kynnast og vinna saman," segir Þór Þorsteinsson úr Björgunarsveitinni Ok.

Landsæfing er haldin annað hvert ár og er langstærsta æfing björgunarsveitanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×