Landlæknir vill banna transfitusýrur Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2010 13:46 Geir Gunnlaugsson landlæknir er hlynntur því að transfitusýrur verði bannaðar í matvælum. Mynd/ Anton. Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels