Enski boltinn

Lambert: Það er mikið metnaðarleysi hjá Southampton

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lambert í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Southampton, Nathaniel Clyne.
Lambert í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Southampton, Nathaniel Clyne. Vísir/Getty
Rickie Lambert sendi í dag sínum fyrrum vinnuveitendum kaldar kveðjur eftir 1-2 tap Southampton gegn Liverpool í gær.

Lambert var fyrsti leikmaðurinn sem fór frá félaginu örfáum dögum eftir að þáverandi knattspyrnustjóri þess, Mauricio Pochettino tók við liði Tottenham.

Stuttu síðar voru Adam Lallana, Dejan Lovren, Luke Shaw og Callum Chambers seldir frá félaginu sem sýnir metnaðarleysi eiganda félagsins að mati Lambert.

„Ég sá að leikmennirnir voru gagnrýndir sem hefur engin áhrif á þá en það sem kom mér á óvart var að eigandinn slapp við gagnrýni. Það er augljós ástæða afhverju Mauricio fór á sínum tíma sem sendi leikmönnunum skilaboð um hversu lítill metnaður félagsins var.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×