Enski boltinn

Lallana: Erum að komast í gang

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Lallana, miðjumaður Liverpool, segir liðið vera að komast í gang eftir góða frammistöðu þess gegn Arsenal í gær.

Martin Skrtel tryggði Liverpool jafntefli með skallamarki á sjöttu mínútu í uppbótartíma, en Liverpool-liðið spilaði vel í leiknum og var meira með boltann.

„Ég er virkilega svekktur með að við höfum ekki náð í öll stigin. Okkur leið samt vel með frammistöðuna og andrúmsloftið í kringum liðið. Þetta hefur verið að batna í síðustu leikjum,“ segir Lallana við heimasíðu Liverpool.

Liverpool er án sigurs í þremur síðustu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni og er í ellefta sæti deildarinnar eftir 17 umferðir.

„Okkur finnst við vera að snúa þessu við og smám saman ná upp takti í okkar leik. Jöfnunarmarkið var mikilvægt fyrir okkur því við hefðum verið afar vonsviknir að fá ekkert út úr þessu. En stig er stig og frammistaðan var góð,“ segir Lallana.


Tengdar fréttir

Sterling besti ungi leikmaður heims

Raheem Sterling, sóknarmaður Liverpool, var á dögunum valinn besti ungi leikmaður heims á árinu 2014. Viðkomandi verður að vera undir 21 árs aldri og spila í einni af bestu deildum heims.

Brendan Rodgers: Liverpool getur náð einu af fjórum efstu sætunum

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur enn fulla trú á því að liðið geti tryggt sér Meistaradeildarsæti á þessu tímabili þrátt fyrir mikla erfiðleika á fyrri hluta tímabilsins. Liverpool náði 2-2 jafntefli á móti Arsenal í gær eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma.

Skrtel: Hef beðið lengi eftir markinu

Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, segir að hann og félagar hans hafi verið óheppnir að ná ekki stigunum þrem gegn Arsenal í hörkuleik í enska boltanum í dag. Lokatölur 2-2.

Frammistaðan betri en í fyrra

Rodgers var himinlifandi eftir jafnteflið gegn Arsenal og segir að sitt lið hafi spilað betur í ár heldur en í fyrra þegar liðið skellti Arsenal 5-1.

Phil Neville: Flamini eins og rúðuþurrka

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, leikgreindi viðureign Liverpool og Arsenal fyrir BBC en liðin gerðu 2-2 jafntefli í æsispennandi leik á Anfield í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×