Lagt til aš eigendur Borgunar fįi 4,7 milljarša ķ arš

 
Višskipti innlent
09:07 16. FEBRŚAR 2017
Ef tillaga stjórnarinnar veršur samžykkt hafi eigendur Borgunar fengiš 6,9 milljarša ķ arš į tveimur įrum.
Ef tillaga stjórnarinnar veršur samžykkt hafi eigendur Borgunar fengiš 6,9 milljarša ķ arš į tveimur įrum.

Stjórn Borgunar hf. mun á aðalfundi greiðslukortafyrirtækisins á morgun leggja til að hluthafar þess fái 4,7 milljarða króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Gengið er út frá því að tillagan verði samþykkt en hagnaður félagsins árið 2016 var á áttunda milljarð.

Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag. Þar er bent á að hluthafar Borgunar eru samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins þrír. Íslandsbanki sé stærstur með 63,47 prósent. Þar á eftir komi Eignarhaldsfélagið Borgun slf. með 29,38 prósent og BPS ehf. með 5 prósent. Upplýsingar um aðra hluthafa eru aftur á móti ekki gefnar upp á síðunni. Sjö starfsmenn eða stjórnendur Borgunar eiga aftur á móti 2,15 prósent í fyrirtækinu. Vetrargil ehf., í eigu Hauks Oddssonar, forstjóra Borgunar og eiginkonu hans, er stærsti hluthafinn úr þeim hópi með rétt tæpt eitt prósent. Stjórnendahópurinn á svo BPS.  

Í frétt Morgunblaðsins er bent á að Eignarhaldsfélagið Borgun eignaðist hlut í greiðslukortafyrirtækinu í nóvember 2014 þegar Landsbankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í því í lokuðu söluferli. Félagið keypti þá 24,96 prósent í Borgun en BPS 6,24 prósent.

Eins og áður hefur verið greint frá þá hefur Lands­­bank­inn stefnt Borgun hf., for­­stjóra Borg­unar hf., BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun vegna sölunnar.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti innlent / Lagt til aš eigendur Borgunar fįi 4,7 milljarša ķ arš
Fara efst