Innlent

Lagði hald á 500 plöntur á Seltjarnarnesi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Valli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar segir að við húsleit á áðurnefndum stað hafi verið lagt hald á rúmlega 500 kannabisplöntur, en tveir menn, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar. Í tilkynningunni rifjar lögreglan upp óskylt mál frá síðastliðnu hausti þegar hún stöðvaði einnig kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi. Um var að ræða annað hús, en við sömu götu og kannabisræktunin fannst í gærkvöld.


Tengdar fréttir

Lagði hald á 150 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í austurborginni um síðastliðna helgi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×