Læsi er lífsgæði Pétur Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að taka afstöðu með því sem er gott. Og auðvelt að taka afstöðu gegn því sem er vont. En því sem er bæði gott og vont? Jákvætt og neikvætt í senn? Þar hefst vandinn. Og sá er í æ ríkari mæli vandi okkar sem nú lifum. Tökum einfalt dæmi: lífskjarabyltinguna á síðari helmingi síðustu aldar. Vélar tóku ómakið af vöðvaaflinu, menn gátu farið allra sinna ferða án þess að hreyfa fæturna, unnið fyrrum erfiðisverk án þess að hreyfa hendurnar. Stórkostlegt! En svo komu fylgikvillarnir: kransæðastíflur, of hár blóðþrýstingur, offita – allt afleiðingar hreyfingarleysis. Og fólk fór að búa sér til tilefni til hreyfingar: hlaupa, ganga, stunda líkamsræktarstöðvar… Víkur nú sögunni að huganum. Breytingar sem á síðustu öld gerðust á sviði vöðvanna eiga sér nú um stundir stað á sviði hugans. Einnig hér blandast jákvætt og neikvætt. Lyklaborðið tekur af okkur ómakið við að draga til stafs. Vasareiknirinn reiknar fyrir okkur. Upplýsing og afþreying berst okkur án þess að við þurfum að leggja nokkuð af mörkum sjálf. Afleiðingin er hreyfingarleysi hugans. Og lestur er ígildi hreyfingar þegar kemur að huganum. Lestur á í raun furðu margt sammerkt með göngu. Maður hugsar aldrei heila hugsun undir stýri. Hugsanirnar snúrra hring eftir hring án þess að fá búning. Á göngu aftur á móti kemur framvinda í þankaganginn, hugsun tekur við af hugsun. Athöfnin að búa til orð úr stöfum og merkingu úr orðum kallar á virkni lesandans og sú virkni skilar sér í atgervi: orðaforða, tökum á máli – og sá sem hefur tök á máli hefur tök á hugsun. Og ekki nóg með það: hinn lesandi er í senn í samtali við textann og samskiptum við sinn innri mann. Innra með honum eru ótal leiðir og stígar, leyni og athvörf sem hann á kost á, en hinn sem ekki les fer á mis við. Það er í því ljósi sem nýlegar kannanir gerðar í framhaldsskólum landsins vekja til umhugsunar. Árið 2007 sögðust 33,5% framhaldsskólapilta aldrei lesa bók. Árið 2010 var hlutfallið komið í 45,4%. Árið 2007 sögðust 26% telpna í framhaldsskólaúrtaki aldrei lesa bók. Árið 2010 var það komið í 40%. Hvað er hægt að gera? Vandinn er af öðrum toga en kyrrsetuvandinn. Hugarfita er ekki sýnileg, of hár hugarþrýstingur mælist ekki í apóteki. Afleiðingarnar aftur á móti eru mælanlegar, til að mynda í nýlegri fjölþjóðlegri könnun þar sem íslenskir drengir komu óþarflega illa út í stærðfræði af því tregur lesskilningur stóð þeim fyrir þrifum. Í stærðfræði! Það gildir sama hér og um hreyfinguna, við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um iðkun. Það verður að koma til lestrarákvörðun okkar allra: heimila, skóla, fjölmiðla – en af þessum þremur eru heimilin án vafa mikilvægust. Barn sem elst upp með bóklestri, sem foreldri gefur sér tíma til að skoða með bók og þýða myndirnar yfir í orð og orðin yfir í myndir – binst lestri. Það skilur að á milli tveggja spjalda er veröld sem því stendur til boða. Veröld orðanna. Það er aldrei of snemmt að byrja. Einhver mestu lífsgæði sem foreldri getur fært barni sínu er færni til að lesa. Get ég sannað það? Nei, en ég segi eins og skólabróðir minn einn sem átti að sanna að tvær samhliða línur skærust aldrei. Hann sagði: „Ég get að vísu ekki sannað það, en ég legg drengskap minn að veði.“
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar