Fótbolti

Lærisveinn Mourinho vann titilinn með Porto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas Boas, stjóri Porto.
Andre Villas Boas, stjóri Porto. Nordic Photos / AFP
Porto varð í dag portúgalskur meistari í 25. sinn í sögunni eftir sigur á erkifjendunum í Benfica, 2-1, í dag.

Andre Villas Boas er þjálfari Porto en hann var áður aðstoðarmaður Jose Mourinho á meðan sá síðarnefndi Porto á sínum tíma. Boas fylgdi svo Mourinho til Chelsea og Inter.

Boas hætti hjá Mourinho sumarið 2009 og tók svo við Porto ári síðar. Hann hefur náð frábærum árangri með liðið því Porto hefur ekki tapað leik á tímabilinu.

Porto er með sextán stiga forystu á Benfica, sem er í öðru sæti, þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Liðið hefur unnið 23 leiki sína af 25 til þessa, skorað alls 58 mörk en aðeins fengið á sig níu.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá Porto sem varð að sætta sig við þriðja sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×