Handbolti

Lærisveinar Guðmundar mörðu jafntefli gegn Brasilíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur er undir pressu á að skila árangri í sumar.
Guðmundur er undir pressu á að skila árangri í sumar. Vísir/Getty
Danska landsliðið í handbolta undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar gerði óvænt jafntefli gegn Brasilíu í kvöld en leiknum lauk með 26-26 jafntefli eftir að brasilíska liðið hafði leitt frá upphafsmínútunum.

Guðmundur tilkynnti fyrr í dag 14-manna leikmannahóp sinn sem hann tekur með á Ólympíuleikana í Ríó en það vekur athygli að Guðmundur valdi aðeins tvo hornamenn í lið sitt.

Það eru minna þekktir spámenn í brasilíska landsliðinu og kom það því á óvart að Brasilía skyldi leiða í hálfleik 17-15 í Danmörku.

Danir átti í stökustu vandræðum með gestina og voru alltaf í eltingarleik við að reynað að jafna metin og tókst það í raun ekki fyrr en á lokamínútu leiksins í stöðunni 26-26.

Gestirnir frá Brasilíu fengu tækifæri til að stela sigrinum og stilltu upp í lokasókn þegar tíu sekúndur voru eftir en þeir náðu ekki skoti á markið í tæka tíð og lauk leiknum því með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×