Læknum fækkað um helming á átta árum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Um 850 sjúklingar eru í eftirliti vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum. Yfirlæknir segir lyfjameðferð vera í forgangi og því hafi bið eftir eftirliti lengst. NordicPhotos/Getty Krabbameinssjúklingar sem hafa lokið meðferð eru reglulega kallaðir inn í eftirlit hjá krabbameinsdeild Landspítalans. Kona sem lauk meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári bjóst við innköllun í október. Fyrir jól hafði hún ekki enn fengið símtal og hafði því samband við krabbameinsdeildina í lok desember. Þá fékk hún þau svör að hún þyrfti að bíða í allt að þrjá mánuði í viðbót eftir tíma hjá lækni. Í samtali við Fréttablaðið segist konan að lokum hafa „grenjað út“ viðtal enda hafi hún verið full kvíða vegna óvissunnar og biðarinnar. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina, staðfestir að mikið álag sé á deildinni enda sé undirmannað. Hann er sjálfur í krabbameinsmeðferð og fór í veikindaleyfi í sumar. Þar með hafi krabbameinslæknum fækkað um helming frá árinu 2008. „Krabbameinslæknum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna ýmissa ástæðna. Það er mikið álag og þeim bjóðast betri laun og vinnuaðstæður erlendis,“ segir Gunnar.Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina (fyrir miðju)Til að bregðast við undirmönnun og auknu álagi hefur verið einblínt á að sinna krabbameinslyfjameðferð. „Í samvinnu við aðrar faggreinar höfum við komið eftirlitinu í aðrar hendur. Hins vegar er brjóstakrabbameinseftirlitið enn í okkar höndum og okkur þykir mjög leitt að fólk þurfi að bíða eftir eftirliti. Það er þó verið að vinna að því að koma þessu í betri farveg.“ Tekist hefur að sinna krabbameinslyfjameðferð með því að leggja meira á krabbameinslæknana og auka þverfaglega teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum. „En það er ekkert launungarmál að álag á lækna deildarinnar er komið vel yfir þolmörk.“ Gunnar segir ráðningar vera í forgangi en því miður hafi reynst erfiðlega að fullmanna deildina. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki og leitað út fyrir landsteinana. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það náist að finna lausn á málunum. „Hin þverfaglega teymisvinna mun skila miklu með frekari reynslu og álagið mun minnka talsvert þegar ég get farið að sinna sjúklingum að fullu aftur. Við erum líka bjartsýn á að nýir læknar muni ráða sig við deildina,“ segir hann. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Krabbameinssjúklingar sem hafa lokið meðferð eru reglulega kallaðir inn í eftirlit hjá krabbameinsdeild Landspítalans. Kona sem lauk meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári bjóst við innköllun í október. Fyrir jól hafði hún ekki enn fengið símtal og hafði því samband við krabbameinsdeildina í lok desember. Þá fékk hún þau svör að hún þyrfti að bíða í allt að þrjá mánuði í viðbót eftir tíma hjá lækni. Í samtali við Fréttablaðið segist konan að lokum hafa „grenjað út“ viðtal enda hafi hún verið full kvíða vegna óvissunnar og biðarinnar. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina, staðfestir að mikið álag sé á deildinni enda sé undirmannað. Hann er sjálfur í krabbameinsmeðferð og fór í veikindaleyfi í sumar. Þar með hafi krabbameinslæknum fækkað um helming frá árinu 2008. „Krabbameinslæknum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna ýmissa ástæðna. Það er mikið álag og þeim bjóðast betri laun og vinnuaðstæður erlendis,“ segir Gunnar.Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina (fyrir miðju)Til að bregðast við undirmönnun og auknu álagi hefur verið einblínt á að sinna krabbameinslyfjameðferð. „Í samvinnu við aðrar faggreinar höfum við komið eftirlitinu í aðrar hendur. Hins vegar er brjóstakrabbameinseftirlitið enn í okkar höndum og okkur þykir mjög leitt að fólk þurfi að bíða eftir eftirliti. Það er þó verið að vinna að því að koma þessu í betri farveg.“ Tekist hefur að sinna krabbameinslyfjameðferð með því að leggja meira á krabbameinslæknana og auka þverfaglega teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum. „En það er ekkert launungarmál að álag á lækna deildarinnar er komið vel yfir þolmörk.“ Gunnar segir ráðningar vera í forgangi en því miður hafi reynst erfiðlega að fullmanna deildina. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki og leitað út fyrir landsteinana. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það náist að finna lausn á málunum. „Hin þverfaglega teymisvinna mun skila miklu með frekari reynslu og álagið mun minnka talsvert þegar ég get farið að sinna sjúklingum að fullu aftur. Við erum líka bjartsýn á að nýir læknar muni ráða sig við deildina,“ segir hann.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira