Innlent

Labbaði berfættur yfir á næsta bæ eftir hjálp

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ágætlega gekk að ráða að niðurlögum eldsins samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar.
Ágætlega gekk að ráða að niðurlögum eldsins samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar. Vísir/Vilhelm
Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út klukkan hálffjögur í nótt þegar eldur kom upp á bænum Bjargi í Eyjafjarðarsveit.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru tvær konur inni í húsinu en karlmaður hafði komist út við illan leik og labbað berfættur eftir ísilögðum vegi á næsta bæ eftir aðstoð, en þangað er um hálfur kílómetri.

Báðum konunum var bjargað út úr húsinu en önnur þeirra var með mikla reykeitrun og var meðvitundarlaus þegar slökkviliðið kom á staðinn.

Eldurinn kom upp í eldhúsi í kjallaraíbúð hússins og var mikill reykur í húsinu, en ágætlega gekk að ráða að niðurlögum eldsins samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar.

Konurnar tvær og maðurinn voru svo flutt á slysadeild til frekari aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×