Fótbolti

LA Galaxy leitar að leikmönnum í London og Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Beckham í leik með LA Galaxy.
David Beckham í leik með LA Galaxy. vísir/getty
Bandaríska MLS-liðið LA Galaxy er á leið til Englands í leit að földum demöntum.

Það verða sem sagt úrtökupróf í London og Manchester þar sem knattspyrnumenn geta komið og reynt að heilla þjálfara félagsins.

Þeir sem ná því munu fá samning hjá varaliði félagsins sem mun taka þátt í USL-deildinni, United Soccer League, á þessu ári.

Yfirþjálfarinn Mike Munoz segir að félagið sé í leit að földum demöntum og einnig geti leikmenn látið ljós sitt skína sem telji sig ekki hafa fengið sanngjarnt tækifæri á ferlinum.

Leikmenn þurfa að vera á aldrinum 16 til 25 ára og það kostar rétt rúmar 20 þúsund krónur að taka þátt.

LA Galaxy hefur sterk tengsl við England enda hafa David Beckham, Steven Gerrard og Ashley Cole leikið fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×