Viðskipti innlent

Kynna nýtt for­rit sem hermir eftir banka­kerfinu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Dagskráin hefst með fyrirlestrum kl 14.00 og kl 17:15 verður gervigreindarsýning þar sem sýndar verða  helstu nýjungar á sviði gervigreindar og hátækni. Aðgangur er ókeypis.
Dagskráin hefst með fyrirlestrum kl 14.00 og kl 17:15 verður gervigreindarsýning þar sem sýndar verða helstu nýjungar á sviði gervigreindar og hátækni. Aðgangur er ókeypis. Vísir/Ernir
Háskólinn í Reykjavík mun standa fyrir svokallaðri Gervigreindarhátíð sem haldin verður föstudaginn 11. nóvember. Gervigreindarsetur HR og Vitvélastofnun Íslands ses. standa fyrir hátíðinni. Meðal annars verður velt upp spurningum hvort að aukin notkun gervigreindar og sjálfvirkni muni hafa áhrif á hagkerfið og hvort að hægt væri að nota hana til betrunar samfélagsins meðal annars með styttingu vinnuvikunnar.

Hátíðin ber yfirskriftina ,,Gervigreind og hagkerfið'' og er þar fjallað um áhrif tækninýjunga og sjálfvirkni á hagkerfið. Á hátíðinni verður einnig fjallað um óstöðugleika í fjármálakerfinu í tengslum við efnahagskreppuna 2008. Doyne Farmer, prófessor í stærfræði við Oxford háskóla og stjórnandi deildar Complexity Economics  við the Institute for New Economic Thinking (Inet), mun vera aðal fyrirlesari hátíðarinnar. Hann hefur m.a. talað  fyrir nýrri nálgun og umbótum í hagkerfinu.



Jacky Mallett að störfumMynd/HR
Kynna nýtt forrit

Kynnt verður til sögunnar nýtt forrit sem ber heitið „Threadneedle“ og er hannað af Jacky Mallett sem starfar við Vitvélastofnun. Forritið er einskonar hermir af bankakerfinu. Forritið byggir á nákvæmri eftirlíkingu af aðalbók banka og þannig er hægt að prófa ýmsar hagfræðilegartilraunir og sjá áhrif þeirra á banka og hagkerfið. Vísir hafði samband við konuna á bak við forritið Jacky Mallett. Hún segir þetta vera eina hugbúðinn af sinni tegund.

„Við erum að reyna að búa til raunhætt líkan sem líkir eftir bankakerfinu þannig að við getum betur skilið hvernig efnahagurinn virkar.“

Dagskráin hefst með fyrirlestrum kl 14.00 og kl 17:15 verður gervigreindarsýning þar sem sýndar verða  helstu nýjungar á sviði gervigreindar og hátækni. Aðgangur er ókeypis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×