Erlent

Kynna 100 milljóna dala átak gegn ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Formaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og leiðtogar ríkja í Vestur-Afríku munu tilkynna sameiginlegt 100 milljóna dala, rúmlega 11,5 milljarðar króna, átak vegna ebólafaraldurs sem herjar nú á íbúa svæðisins.

729 hafa látið lífið vegna veirunnar.

Margaret Chan, formaður WHO mun hitta forsetana í Conakry, höfuðborg Gíneu á morgun.

„Skali faraldursins og ógnin sem hann táknar, þýðir að WHO og Gínea, Líbería og Sierra Leone verða að taka viðbúnaðinn á nýtt stig. Það mun krefjast aukinna úrræða, aukna læknaþekkingu, undirbúning og samhæfingu,“ sagði Chan í tilkynningu sem birt var í dag.

Hún sagði WHO hafa leitað til alþjóðasamfélagsins til að koma áætluninni á skrið.

BBC segir helstu áherslur áætlunarinnar vera að fækka smitum með auknum forvörnum og skipulagi og að koma í veg fyrir að veiran dreifi sér til nærliggjandi landa.

Forseti Sierra Leone hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu, þar sem 233 hafa látist. Hann segir að stórir hlutar landsins verði settur í einangrun af hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×