Innlent

Kvótafrumvarpið rætt til klukkan hálf fjögur í nótt á Alþingi

Fyrstu umræðu um frumvarp stjórnvalda um stjórn fiskveiða, lauk ekki fyrr en klukkan hálf fjögur í nótt. Málinu var vísað til nefndar og annarar umræðu.

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega fjarveru Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra, sem staddur er í Kanada, en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir því, sem sitjandi sjávarútvegsráðherra.

Meðal þeirra sem mæltu gegn frumvarpinu í núverandi mynd var Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem sagði að markaðssjónarmið skipuðu þar of mikinn sess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×