Kvörtunum rignir yfir FM 957 vegna mellulags Erps 7. ágúst 2010 06:00 Erpur Eyvindarson tekur við tónlistarverðlaunum FM 957 fyrr á árinu sem besti sólótónlistarmaðurinn. Svali á FM 957 skilur vel kvartanirnar sem hafa borist vegna lags Erps og Emmsjé Gauta. fréttablaðið/vilhelm Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Útvarpsstöðin FM 957 hefur dregið úr spilun á laginu Elskum þessar mellur með röppurunum Erpi og Emmsjé Gauta vegna fjölda kvartana að undanförnu. Eins og titillinn gefur til kynna er lagið opinskátt og hefur það helst farið fyrir brjóstið á fjölskyldufólki. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem kvartar,“ segir Svali á FM. „Ég skil þetta fólk mjög vel. Þetta er fólk sem hlustar mikið á stöðina og er með börnin í bílnum sem heyra þetta og eru kannski að syngja með. Á hinn bóginn er fullt af öðru fólki sem á börn en er ekkert sérstaklega mikið að pæla í þessu,“ segir hann. Þrátt fyrir kvartanirnar hefur engin ákvörðun verið tekin um að taka lagið af dagskrá. „Við gerum okkur grein fyrir því að textinn er á grensunni. Við erum að reyna að spila þetta en samt ekki alveg í klessu,“ segir Svali. Spurður segir hann að töluvert hafi verið kvartað yfir síðasta lagi Erps, Viltu dick?. „Okkur fannst það alls ekki vera gróft. En það má segja að þetta lag sé næsta skref fyrir ofan.“ Erpur segir það ekki koma sér á óvart að kvartað hafi verið yfir sínu nýjasta lagi. Það sé samt ekkert grófara en það sem hann hefur áður samið. „Þetta erum mest við að fíflast. Það er ekkert að því,“ segir Erpur og bendir þeim, sem vilja ekki heyra lagið í bílnum, á að skipta yfir á Latabæjarstöðina. „Það er alltaf hægt að skipta um stöð og Latabæjarstöðin er gerð fyrir fólk sem á krakka.“ Hann bætir við: „Mín kynslóð hlustaði á texta sem voru grófari en þetta þegar við vorum tíu, ellefu eða tólf ára og það gerðist ekkert alvarlegt.“ Myndbandið við Elskum þessar mellur er væntanlegt frá Erpi og Emmsjé Gauta og hefjast upptökur í næstu viku. „Það verður mjög flott. Þetta verða grófkorna smekklegheit með fullt af góðu gríni.“ Í kvöld syngur hann síðan á Nasa á Gay Pride-dansleik Páls Óskars. Þar ætla þeir félagar að fylgja eftir góðu samstarfi á Akureyri um verslunarmannahelgina. „Ég verð örugglega eini „streitarinn“ á sviðinu. Við tökum eitthvað gott. Ég veit að hommarnir vilja heyra Viltu dick?.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira