Kvörtunum erlendra neytenda fjölgar mikið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Ófáir bílaleigubílar voru við Bláa lónið í gær. Flest deilumálin sem rata inn á borð ECC eru vegna erlendra ferðamanna sem lent hefur saman við bílaleigur eða flugfélög á Íslandi. vísir/hanna Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á málum sem berast Evrópsku neytendaaðstoðinni á Íslandi(ECC). Alls voru 175 erindi á árinu 2015 en það er 65 prósenta fjölgun frá fyrra ári og langt yfir meðaltali undanfarinna ára. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum en hlutverk þeirra er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES-svæðisins. Langflest þeirra mála sem ECC fær til meðferðar varða ferðalög á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er málum enn að fjölga. Árið 2015 voru skráðar 58 fyrirspurnir, 54 einfaldar kvartanir en þá er kominn upp ágreiningur milli neytanda og seljanda og 63 kvörtunarmál en þá hefur starfsfólk ECC milligöngu um að leysa deiluna.Ívar Halldórsson„Það er ljóst að það hefur orðið mikil fjölgun, hvort sem það er vegna aukins ferðamannastraums til Íslands eða aukinnar þekkingar neytenda á ECC-netinu,“ segir Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá ECC, en hann segist ekki vita nákvæmlega hvað valdi fjölguninni. Hann útskýrir að flest deilumálin sem komi til meðferðar ECC séu vegna erlendra ferðamanna sem lent hafi í einhvers konar vandræðum gagnvart bílaleigum eða flugfélögum á Íslandi. Sem dæmi um kvörtunarmál sem barst ECC má nefna mál ferðamanns frá Tékklandi sem leigði bíl á Íslandi síðasta sumar. Steinn skaust úr jeppabifreið sem ók fyrir framan hann og fór í framrúðu bílaleigubílsins með þeim afleiðingum að sprunga kom í framrúðuna. Eigandi jeppabifreiðarinnar viðurkenndi sök sína og skrifuð var tjónaskýrsla. Þrátt fyrir það rukkaði bílaleigan ferðamanninn um 572 evrur vegna tjónsins. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC sem hafði samband við bílaleiguna. Málið endaði með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamanninum alla þá upphæð sem innheimt hafði verið vegna tjónsins og baðst afsökunar á mistökum sínum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira