Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tveir liggja á gjörgæslu og sautján slösuðust eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi í morgun þegar rúta með erlendum ferðamönnum lenti utan vegar og valt. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan á sumardekkjum.

Í fréttunum verður einnig greint frá því að meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips.

Þá verður rætt við Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, sem segir ásakanir um að hann hafi sagt ósatt um menntun sína byggðar á misskilningi. Þetta og mikli meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×