Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um áskorun Landverndar til ríkisstjórnarinnar um að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa.

Einnig verður tekið fyrir eineltismálið í Austurbæjarskóla. Austurbæjarskóli brást í málinu og ber þunga ábyrgð. Þetta segir faðir stúlku sem varð fyrir fólskulegri árás á skólalóð i vikunni en myndbandi af árásinni var dreift á samfélagsmiðlum. Hann átti samtal við borgarstjóra og vill að óháð nefnd verði skipuð um málið.

Þá verður bein útsending í Hörpu með Hrafni Jökulssyni sem teflir maraþonskák í dag til styrktar börnum í Sýrlandi. Þetta og margt fleira í fréttatíma Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×