Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Við verðum að fagna því að vera við sjálfar“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fyrirsætan Maria Jimenez er frá Kólumbíu, en flutti til Íslands á unglingsaldri með móður sinni og íslenskum stjúpföður.

María er ein af fyrstu kólumbísku konunum til að starfa sem fyrirsæta í yfirþyngd, en hún glímdi við átraskanir og sjálfsmorðshugsanir eftir að hafa frá barnsaldri reynt að grenna sig.

Hún hefur undanfarin ár setið fyrir í ýmsum tímaritum og komið fram sjónvarpsþáttum í norður og suður-ameríku þar sem hún talar gegn staðalímyndum um líkamsstærðir. Hún hefur líka haldið fyrirlestra gegn fordómum og einelti í skólum í Kólumbíu.

Hún hleypti af stað facebook átaki í Kolumbíu á dögunum þar sem hún hvatti konur til að deila myndböndum af sér undir myllumerkinu #égfagnamér til að minna á að fegurðin kemur innan frá. Nú vill hún átakið sem víðast.

Ítarlegt viðtal við Maríu Jimenez verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast að vanda á slaginu 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×