Erlent

Kveikt í regnskógum til að rækta olíupálma

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Indónesi reynir að berjast við eldinn.
Indónesi reynir að berjast við eldinn. Nordicphotos/AFP
Indónesía Ríkisstjórn Indónesíu íhugar að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu vegna skógarelda sem hafa þar geisað vikum saman. Alvarlegustu eldarnir eru á eyjunum Súmötru og Borneó.

Þúsundir dýra hafa dáið og önnur veikst vegna eldanna og reyksins og þá hafa nítján menn  látið lífið vegna reykeitrunar. Einnig hefur hálf milljón manna sýkst í öndunarfærum.

Sextán milljón tonn af koltvísýringi losna við brunann á degi hverjum, meiri koltvísýringur en losnar í Bandaríkjunum í heild sinni, ríki með tuttugu sinnum stærri efnahag en Indónesía.

Stærstu eldarnir eru á svæðum þar sem kveikt hefur verið í regnskógum til að hægt sé að rækta timbur fyrir pappír sem og olíupálma fyrir pálmaolíu sem er síðan seld á heimsmarkað.

Þykkan reyk leggur nú yfir meirihluta landsins sem og hluta Singapúr og Malasíu og hefur þurft að loka flugvöllum, skólum og fleiri stofnunum. Ríkisstjórn Singapúr hefur einnig hótað að lögsækja fyrirtækin og einstaklingana sem kveikt hafa eldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×