Erlent

Kúbversk herflugvél fórst

Rannsókn á slysinu er þegar hafin, að sögn hersins.
Rannsókn á slysinu er þegar hafin, að sögn hersins. vísir/afp
Átta eru látnir eftir að herflugvél fórst í vesturhluta Kúbu í dag. Vélin hrapaði í fjallendi í Artemista héraði, sem er um 80 kílómetrum frá höfuðborginni Havana, með þeim afleiðingum að allir innanborðs létust. Ekki er vitað hvað olli slysinu, að því segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Herinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að rannsókn á slysinu sé þegar hafin. Vélin var tveggja hreyfla og af gerðinni Antonov AN-26 en hún var á leið frá Playa Baracoa, sem er skammt frá Havana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×