Íslenski boltinn

KSÍ biður FH afsökunar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. vísir/pjetur
Sættir hafa náðst í deilu FH og Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, um útgáfu KSÍ á svokölluðum A-skírteinum en fólk með slík skírteini fær frítt á völlinn.

FH-ingar héldu því fram að KSÍ hefði gengið of langt í útgáfu þessara skírteina og krafðist þess að fá 700 þúsund krónur í skaðabætur.

FH ákvað að fara dómstólaleiðina í málinu og formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, óskaði þess á ársþingi KSÍ á dögunum að FH drægi kæruna til baka.

FH hefur nú gert það í kjölfar þess að KSÍ viðurkenndi að hafa farið framúr reglugerð um útgáfu A-skírteina og baðst þess utan afsökunar.


Tengdar fréttir

FH stefnir KSÍ og krefst 700 þúsund króna

Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ.

KSÍ sleppur ekki undan FH í dómsalnum

Kröfu KSÍ um að vísa frá innheimtumáli FH á hendur sambandinu hefur verið hafnað. Málið verður því rekið áfram í dómsal þar til niðurstaða fæst. Um ræða er ræða 700 þúsund króna kröfu FH á hendur KSÍ vegna meintrar misnotkunar á aðgangspössum KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×