Innlent

Krossgátublöð og Andrés Önd í Perlunni

Það var margt um manninn í Perlunni í dag þar sem bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda fer fram. Krossgátublöð og Andrésar andar bækur voru meðal þess sem varð fyrir valinu hjá fólki.

Kristján Karl Kristjánsson framkvæmdastjóri bókamarkaðsins segir hann hafa farið vel af stað í ár og það séu fleiri titlar í boði heldur en nokkru sinni fyrr. Hann segir gesti markaðarins leita að öllu á milli himins og jarðar.

Barnabækur- og unglingabækur hafa alltaf verið vinsælar að sögn Kristjáns Karls en nú undanfarið hafi handbækur sem snúi að hug og líkama rokið út sem og bækur um Ísland og ferðalög.

Ingveldur Geirsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Perluna í dag og tók gesti og gangandi tali. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×