Erlent

Krossfesting Krists ekki gyðingum að kenna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páfi segir ekki hægt að kenna gyðingum um krossfestingu Krists. Mynd/ afp.
Páfi segir ekki hægt að kenna gyðingum um krossfestingu Krists. Mynd/ afp.
Benedikt XVI páfi hafnar þeirri hugmynd að gyðingar beri ábyrgð á krossfestingu Jesú Krists. Þetta kemur fram í nýrri bók sem verður gefin út í næstu viku. Páfinn telur að það séu engar heimildir sem gefi tilefni til að kenna gyðingum um andlát frelsarans. Fréttastofa BBC segir að þar með taki páfinn afstöðu til aldagamals deilumáls.

Kaþólska kirkjan hafnaði þeirri hugmynd að gyðingar bæru ábyrgð á andláti Krists árið 1965. En gyðingar segja að páfinn hafi brotið blað með nákvæmri greiningu sinni á guðspjöllunum. Elan Steinberg, varaforseti Samfélags fórnarlamba helfarinnar og afkomenda þeirra í Ameríku, segir að páfinn hafni guðfræðikenningum sem hafi legið til grundvallar gyðingahatri í margar aldir.

Alheimsþing gyðinga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem páfinn er lofaður fyrir að hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn gyðingahatri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×