Viðskipti innlent

Kröfur í þrotabú Baugs Group rúmlega 100 milljarðar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Baugs Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Baugs Group.
Samþykktar kröfur í þrotabú Baugs Group hf. eru nú rúmlega 100 milljarðar. Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrotabúsins, segir í samtali við mbl.is að tæplega 400 milljarða kröfum hafi í heild verið lýst í búið.

Heimtur í þrotabúið eru nú í kringum 1 prósent en gætu endað í 16 prósent ef tvö riftunarmál sem nú eru í gagni fyrir dómstólum ganga eftir. Þau voru höfðuð annars vegar gegn Kaupþingi og hins vegar gegn Banque Havilland.

Meðal lýstra krafna var 70 milljarða krafa frá BG Holding en sú fékkst ekki samþykkt þar sem frestur til þess var útrunninn. Skiptafundur verður haldinn þann 30. apríl næstkomandi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dasg. Baugur var úrskurðað gjaldþrota í mars 2009.



Tískurisinn Matthew Williamson.Vísir/Nordicphotos/Getty
Þrotabúið á eina eign sem enn á eftir að selja, en þar er um að ræða hlut í breska tískufyrirtækinu Matthew Williamson Ltd.

Erlendur segir í samtali sínu við mbl.is að hann hafi vonast til að fá um eina milljón sterlingspunda fyrir hlutinn en það hafi ekki gengið eftir. Hann vonist þó til þess að fá rúmlega 100 milljónir króna fyrir hlutinn. Erlendur segir að öðru leyti ekki mikið um aðrar eignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×