Innlent

Kröfu Ingimars í vændiskaupamáli hafnað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Héraðsdómur hafði áður vísað kröfu Ingimars frá dómi en Hæstiréttur úrskurðaði fyrr í mánuðinum að dómnum bæri að taka kröfuna fyrir.
Héraðsdómur hafði áður vísað kröfu Ingimars frá dómi en Hæstiréttur úrskurðaði fyrr í mánuðinum að dómnum bæri að taka kröfuna fyrir. Vísir/Getty
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að þinghald verði lokað í 7 vændiskaupamálum en ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs, Ingimar Karl Helgason, fór fram á að þinghald yrði opið. Mbl.is greinir frá.

Héraðsdómur hafði áður vísað kröfu Ingimars frá dómi en Hæstiréttur úrskurðaði fyrr í mánuðinum að dómnum bæri að taka kröfuna fyrir. Áður höfðu bæði dómstig komist að þeirri niðurstöðu að þinghald skyldi vera lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa, en ríkissaksóknari fór fram á að þinghald yrði opið.

Ingimar Karl krafðist þess svo sem blaðamaður og ritstjóri að héraðsdómur úrskurðaði um ákvörðun sína á grundvelli laga um meðferð sakamála, en aðgang að lokuðu þinghaldi hafa aðeins þeir sem tengjast málum beint. 


Tengdar fréttir

Lokað þinghald í vændiskaupamáli

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Krafa blaðamanns í vændiskaupamáli tekin fyrir

Héraðsdómi Reykjavíkur er gert að taka fyrir kröfu Ingimars Karls Helgasonar blaðamanns og ritstjóra Reykjavíkur vikublaðs um opið þinghald í vændiskaupamálinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×