Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 14:39 Kristján Möller segir réttara að tala um notendagjöld en vegtolla Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. „Nei, þetta kemur mér ekki á óvart," segir Kristján. Hann bendir á að hingað til lands hafi komið á síðasta ári Norðmenn sem deilt hafi reynslu sinni af upptöku vegtolla og að þar í landi hafi um fimmtíu til sextíu prósent mótmælt harðlega í upphafi. „Þetta er ósköp eðlilegt. Fólk er að mótmæla ýmsum hækkunum sem dynja á landi og þjóð á þessum erfiðu tímum," segir Kristján.Ekki tollur heldur notendagjöld Hann hefur öllu meiri áhyggur af framsetningu FÍB á hugmyndum um vegtolla. „Mér finnst sorglegt hvað FÍB rangtúlkar allt í þessu samhengi og setur fram vitlausar tölur. Það er mjög alvarlegt," segir Kristján. Hann leggur áherslu á í raun sé rangnefni að kalla umrædd gjöld vegtolla og segir réttara að tala um notendagjöld. Þá segir hann miklu skipta í umræðunni að útfærsla notengagjaldanna liggi alls ekki fyrir, hún bíði þverpólitískrar nefndar sem ráðherra samgöngumála skipar og hefur nefndin þrjú til fjögur ár til að komast að endanlegri niðurstöðu. „Ég geri ráð fyrir að hugmyndirnar verði útfærðar með sem sanngjörnustum hætti og að hætti jafnaðarmennsku," segir Kristján. Lagt er upp með að notendagjöldin séu lausn til framtíðar og að í framhaldinu leggist af sérstök bensíngjöld og díselgjöld. Þannig verði skapað meira jafnræði milli ökutækja.Endanleg útfærsla ekki ljós Hann bendir á að fjöldi hugmynda að útfærslum á notendagjöldunum liggi fyrir og að FÍB hafi í útreikningum sínum ákveðið að taka út ákveðnar hugmyndir, sem er alls ekki ljóst að verði notaðar, og byggt málflutning sinn á þeim. Kristján segir ekki tímabært að tala um endanlegar tölur í þessu sambandi. Áður þurfi að liggja fyrir upplýsingar um þrjá gunnþætti; framkvæmdakostnað, vaxtakjör af lánum og umferðarmagn sem og tegund umferðar. „Þessar þrjár breytur skipta öllu máli um hver endanleg niðurstaða verður," segir Kristján. Honum finnst framganga FÍB í baráttunni gegn notendagjöldum ekki til fyrirmyndar. „Þetta eru ófagleg vinnubrögð," segir hannÞverpólitísk sátt „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint," segir Kristján. Hann lagði sjálfur fram frumvarp um vegaframkvæmdirnar, lántöku og veggjöldin þegar hann var samgönguráðherra og var það samþykkt tæplega fimmtíu greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. „Enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu," segir hann. Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. „Nei, þetta kemur mér ekki á óvart," segir Kristján. Hann bendir á að hingað til lands hafi komið á síðasta ári Norðmenn sem deilt hafi reynslu sinni af upptöku vegtolla og að þar í landi hafi um fimmtíu til sextíu prósent mótmælt harðlega í upphafi. „Þetta er ósköp eðlilegt. Fólk er að mótmæla ýmsum hækkunum sem dynja á landi og þjóð á þessum erfiðu tímum," segir Kristján.Ekki tollur heldur notendagjöld Hann hefur öllu meiri áhyggur af framsetningu FÍB á hugmyndum um vegtolla. „Mér finnst sorglegt hvað FÍB rangtúlkar allt í þessu samhengi og setur fram vitlausar tölur. Það er mjög alvarlegt," segir Kristján. Hann leggur áherslu á í raun sé rangnefni að kalla umrædd gjöld vegtolla og segir réttara að tala um notendagjöld. Þá segir hann miklu skipta í umræðunni að útfærsla notengagjaldanna liggi alls ekki fyrir, hún bíði þverpólitískrar nefndar sem ráðherra samgöngumála skipar og hefur nefndin þrjú til fjögur ár til að komast að endanlegri niðurstöðu. „Ég geri ráð fyrir að hugmyndirnar verði útfærðar með sem sanngjörnustum hætti og að hætti jafnaðarmennsku," segir Kristján. Lagt er upp með að notendagjöldin séu lausn til framtíðar og að í framhaldinu leggist af sérstök bensíngjöld og díselgjöld. Þannig verði skapað meira jafnræði milli ökutækja.Endanleg útfærsla ekki ljós Hann bendir á að fjöldi hugmynda að útfærslum á notendagjöldunum liggi fyrir og að FÍB hafi í útreikningum sínum ákveðið að taka út ákveðnar hugmyndir, sem er alls ekki ljóst að verði notaðar, og byggt málflutning sinn á þeim. Kristján segir ekki tímabært að tala um endanlegar tölur í þessu sambandi. Áður þurfi að liggja fyrir upplýsingar um þrjá gunnþætti; framkvæmdakostnað, vaxtakjör af lánum og umferðarmagn sem og tegund umferðar. „Þessar þrjár breytur skipta öllu máli um hver endanleg niðurstaða verður," segir Kristján. Honum finnst framganga FÍB í baráttunni gegn notendagjöldum ekki til fyrirmyndar. „Þetta eru ófagleg vinnubrögð," segir hannÞverpólitísk sátt „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint," segir Kristján. Hann lagði sjálfur fram frumvarp um vegaframkvæmdirnar, lántöku og veggjöldin þegar hann var samgönguráðherra og var það samþykkt tæplega fimmtíu greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. „Enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu," segir hann.
Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09