Handbolti

Kristján: Erfitt að hafna þessu starfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján á æfingu hjá Guif.
Kristján á æfingu hjá Guif. mynd/guif
Kristján Andrésson var búinn að ákveða að hætta þjálfun fyrir nokkrum mánuðum en nú er hann orðinn þjálfari sænska karlalandsliðsins.

„Ég var nú ekki mikið að hugsa um þetta starf í vor en svo kom fyrirspurn frá sænska handknattleikssambandinu um hvað ég ætlaði að gera næsta haust og næstu ár í handboltanum. Ég var búinn að ákveða að hætta í handboltanum en það færi nú samt eftir því hvað væri í boði,“ segir Kristján í spjalli við íþróttadeild eftir að hann skrifaði undir samninginn í dag.

Sjá einnig: Kristján tekinn við sænska landsliðinu

Kristján er aðeins 35 ára gamall en hann náði afar góðum árangri með lið Guif Eskilstuna sem hann hætti að þjálfa síðasta vor. Þá sá hann þessa framvindu ekki fyrir.

„Það var erfitt að hafna þessu starfi. Ég er stoltur og glaður að hafa fengið þetta tækifæri. Það eru spennandi tímar fram undan hjá mér.“

Nánar verður rætt við Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×