Kreppan komin í baksýnisspegilinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:46 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára enn eina staðfestinguna á kröftugum og miklum barta í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700 manns starfandi á vinnumarkaðnum, 74,6 prósent af starfhæfum konum og 81,8 prósent af starfhæfum körlum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta enn eitt batamerkið í atvinnulífinu. „Það er enginn vafi á að þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum að sjá mjög kröftugan og góðan bata í hagkerfinu. Við sjáum að störfum er að fjölga verulega milli ára. Þetta er í raun og veru framhald á mjög jákvæðri þróun sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin misseri,“ segir Þorsteinn. Efnahagslífið sé komið í kröftuga uppsveiflu og því óhætt að fullyrða að Íslendingar hafi skilið kreppuna eftir að baki sér. „Ég held að hún sé alveg klárlega í baksýnisspeglinum já og viðfangsefni okkar hafa raunar breyst á skömmum tíma breyst mjög mjög mikið, frá því að þurfa að örva hagkerfið í að þurfa frekar að hafa hæfilegar áhyggjur af því að vaxa ekki of hratt,“ segir Þorsteinn. Það sé gleðilegt viðfangsefni að þurfa að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr en horfur séu á mjög góðu ári í atvinnulífinu. „Við erum að sjá verðbólgu mjög lága þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við erum að sjá mikla aukningu kaupmáttar milli ára og mikinn bata í lífskjörum landsmanna almennt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ferðaþjónustan hafi dregið vagninn síðustu ár og misseri en nú séu skýr merki um almennan bata. Skuldsetning fyrirtækja hafi minkað og svigrúm þeirra þar af leiðandi aukist. En atvinnuleysi er engu að síður enn nokkuð samkvæmt könnun Hagstofunnar, eða um 6 prósent. „Já ég held að það megi reikna með því að við sjáum áframhaldandi minkun atvinnuleysis. Við erum að nálgast það að vera komin í ágætis jafnvægisástand held ég með vinnumarkaðinn. Við sjáum að fleiri fyrirtæki eru farin að bera því við í okkar könnunum að það sé skortur á starfsfólki. Þannig að við erum að þokast örugglega í rétta átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára enn eina staðfestinguna á kröftugum og miklum barta í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700 manns starfandi á vinnumarkaðnum, 74,6 prósent af starfhæfum konum og 81,8 prósent af starfhæfum körlum. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta enn eitt batamerkið í atvinnulífinu. „Það er enginn vafi á að þetta er enn ein staðfestingin á því að við erum að sjá mjög kröftugan og góðan bata í hagkerfinu. Við sjáum að störfum er að fjölga verulega milli ára. Þetta er í raun og veru framhald á mjög jákvæðri þróun sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin misseri,“ segir Þorsteinn. Efnahagslífið sé komið í kröftuga uppsveiflu og því óhætt að fullyrða að Íslendingar hafi skilið kreppuna eftir að baki sér. „Ég held að hún sé alveg klárlega í baksýnisspeglinum já og viðfangsefni okkar hafa raunar breyst á skömmum tíma breyst mjög mjög mikið, frá því að þurfa að örva hagkerfið í að þurfa frekar að hafa hæfilegar áhyggjur af því að vaxa ekki of hratt,“ segir Þorsteinn. Það sé gleðilegt viðfangsefni að þurfa að gæta þess að ganga hægt um gleðinnar dyr en horfur séu á mjög góðu ári í atvinnulífinu. „Við erum að sjá verðbólgu mjög lága þrátt fyrir þennan mikla vöxt. Við erum að sjá mikla aukningu kaupmáttar milli ára og mikinn bata í lífskjörum landsmanna almennt,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ferðaþjónustan hafi dregið vagninn síðustu ár og misseri en nú séu skýr merki um almennan bata. Skuldsetning fyrirtækja hafi minkað og svigrúm þeirra þar af leiðandi aukist. En atvinnuleysi er engu að síður enn nokkuð samkvæmt könnun Hagstofunnar, eða um 6 prósent. „Já ég held að það megi reikna með því að við sjáum áframhaldandi minkun atvinnuleysis. Við erum að nálgast það að vera komin í ágætis jafnvægisástand held ég með vinnumarkaðinn. Við sjáum að fleiri fyrirtæki eru farin að bera því við í okkar könnunum að það sé skortur á starfsfólki. Þannig að við erum að þokast örugglega í rétta átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira