Krefst þess að biskup víki Sigríði úr starfi Boði Logason skrifar 22. apríl 2013 13:47 Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, krefst þess að biskup víki Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarpresti í Grafarholti, úr starfi og fái ekki að gegna sambærilegu starfi á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ástæðan er pistill sem Sigríður skrifaði á vefsíðu sína fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem lögmaður Gunnars sendi til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um miðjan mánuðinn, og fréttastofa hefur undir höndum. Gunnar hefur farið í mál við tvær talskonur, sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi á vefmiðlinum Pressunni. Í kvörtunarbréfinu segir lögmaður Gunnars að fram að þessu hafi umbjóðandinn látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta „enda gagnrýnin iðulega sett fram að fullkomnu þekkingarleysi á atvikum málsins og þeim réttarreglum sem um er að tefla.“ Segir í bréfinu að öðru máli gegni hins vegar þegar starfandi prestar fjalla um mál sem þetta, enda njóta þeir almennt virðingar og trausts í samfélaginu. Þann 11. apríl síðastliðinn birti Sigríður á vefsíðu sinni grein þar sem hún segir meðal annars: „Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra.“ Í kvörtunarbréfinu segir: „Með þessum ummælum tekur Sigríður einarða afstöðu í málinu og lýsir yfir stuðningi við ætlaða þolendur. Þá fela ummælin í sér að umbjóðanda mínum er borið á brýn refsiverð háttsemi, enda fullyrt að hinir ætluðu þolendur hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu umbjóðanda míns og að Sigríður leggi trúnað í frásögn þeirra.“ Telur Gunnar að ummælin feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög, enda hafi Gunnar aldrei verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað af nokkru tagi. „Umbjóðandi minn lítur það alvarlegum augum að þjónandi prestur þjóðkirkjunnar telji sig þess umkominn að kveða upp úr um sekt eða sýknu umbjóðanda míns á opinberum vettvangi. Vart þarf á það að minna að slíkt er hlutverk dómstóla en ekki presta eða annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar,“ segir í kvörtunarbréfinu. „Með hliðsjón af alvarleika brots prestsins er þess krafist að biskup ákveði að Sigríður skuli ekki gegn núverandi starfi eða sambærulegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ef ekki verður á það fallist er þess beðist að gripið verði til þess úrræðis að veita Sigríði skriflega áminningu,“ segir í bréfinu. „Í öllu falli er þess krafist að Sigríði verði gert að fjarlægja umrædda grein af vefsvæði sínu sigridur.org og hlekkir inn á síðuna fjarlægðir af vefsíðunum tru.is og kirkjan.is.“ Þá segir í bréfinu að óhjákvæmilegt sé að Sigríði verði vikið úr starfi sóknarprests í Grafarholti á meðan um mál hennar er fjallað og annar prestur settur til að gegna starfi hennar á meðan. Þegar fréttastofa hafði samband við Sigríði eftir hádegi vildi hún ekki tjá sig um málið.Athugið: Í upphaflegri frétt um málið, var sagt frá því að Gunnar hefði farið í mál við fimm konur, sem ásökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Það er ekki rétt, konurnar eru tvær - og eru þær talskonur sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, krefst þess að biskup víki Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarpresti í Grafarholti, úr starfi og fái ekki að gegna sambærilegu starfi á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ástæðan er pistill sem Sigríður skrifaði á vefsíðu sína fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem lögmaður Gunnars sendi til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um miðjan mánuðinn, og fréttastofa hefur undir höndum. Gunnar hefur farið í mál við tvær talskonur, sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi á vefmiðlinum Pressunni. Í kvörtunarbréfinu segir lögmaður Gunnars að fram að þessu hafi umbjóðandinn látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta „enda gagnrýnin iðulega sett fram að fullkomnu þekkingarleysi á atvikum málsins og þeim réttarreglum sem um er að tefla.“ Segir í bréfinu að öðru máli gegni hins vegar þegar starfandi prestar fjalla um mál sem þetta, enda njóta þeir almennt virðingar og trausts í samfélaginu. Þann 11. apríl síðastliðinn birti Sigríður á vefsíðu sinni grein þar sem hún segir meðal annars: „Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra.“ Í kvörtunarbréfinu segir: „Með þessum ummælum tekur Sigríður einarða afstöðu í málinu og lýsir yfir stuðningi við ætlaða þolendur. Þá fela ummælin í sér að umbjóðanda mínum er borið á brýn refsiverð háttsemi, enda fullyrt að hinir ætluðu þolendur hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu umbjóðanda míns og að Sigríður leggi trúnað í frásögn þeirra.“ Telur Gunnar að ummælin feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög, enda hafi Gunnar aldrei verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað af nokkru tagi. „Umbjóðandi minn lítur það alvarlegum augum að þjónandi prestur þjóðkirkjunnar telji sig þess umkominn að kveða upp úr um sekt eða sýknu umbjóðanda míns á opinberum vettvangi. Vart þarf á það að minna að slíkt er hlutverk dómstóla en ekki presta eða annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar,“ segir í kvörtunarbréfinu. „Með hliðsjón af alvarleika brots prestsins er þess krafist að biskup ákveði að Sigríður skuli ekki gegn núverandi starfi eða sambærulegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ef ekki verður á það fallist er þess beðist að gripið verði til þess úrræðis að veita Sigríði skriflega áminningu,“ segir í bréfinu. „Í öllu falli er þess krafist að Sigríði verði gert að fjarlægja umrædda grein af vefsvæði sínu sigridur.org og hlekkir inn á síðuna fjarlægðir af vefsíðunum tru.is og kirkjan.is.“ Þá segir í bréfinu að óhjákvæmilegt sé að Sigríði verði vikið úr starfi sóknarprests í Grafarholti á meðan um mál hennar er fjallað og annar prestur settur til að gegna starfi hennar á meðan. Þegar fréttastofa hafði samband við Sigríði eftir hádegi vildi hún ekki tjá sig um málið.Athugið: Í upphaflegri frétt um málið, var sagt frá því að Gunnar hefði farið í mál við fimm konur, sem ásökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Það er ekki rétt, konurnar eru tvær - og eru þær talskonur sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira