Kranavísitalan rís upp úr öskunni Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Appelsínugulu turnunum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum. Allt bendir til þess að þetta sé þó bara byrjunin. Fréttablaðið/Pjetur „Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Sjá meira
„Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Sjá meira