Innlent

Kraftur hlaupinn í Gunnuhver og svæðinu hefur verið lokað

Fréttablaðið/Heiða
Mikill kraftur er hlaupinn í Gunnuhver á Reykjanesi og lokaði lögreglan á Suðurnesjum hluta svæðisins umhverfis hann í gærkvöldi í öryggisskyni.

Brennheitar leirslettur þeytast nú fleiri metra upp úr hvernum, sem er stærsti leirhver á Íslandi, og mikil gufa stígur upp af honum. Gunnuhver er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, en gamall útsýnispallur er nú við það að hrynja ofan í hverinn.

Fleiri breytingar hafa orðið á svæðinu og ætlar lögregla að vakta það auk þess sem jarðvísindamenn munu væntanlega kanna hvað þarna er að gerast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×