Innlent

Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni

Birgir Olgeirsson skrifar
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu.
Húsið í Vík í Mýrdal þar sem konurnar unnu. Vísir/Þórhildur Þorkelsdóttir.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fyrir Héraðsdóm Suðurlands kröfu um gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í Vík í Mýrdal í gær grunaður um vinnumansal. Búist er við afstöðu dómara til kröfunnar síðar í dag. Rannsóknardeild ákærusvið lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar mansalsteymi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, var í Vík í Mýrdal í dag og fjallar ítarlega um málið í kvöldfréttartíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld, í opinni dagskrá.

Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni.Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fyrir Héraðsdóm Suð...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, February 19, 2016

Tengdar fréttir

Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík

Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals.

Konurnar unnu í kjallaranum

Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×