Körfubolti

KR á fimm efstu mennina í plús og mínus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Vísir/Vilhelm
KR-ingar eru einir á toppnum í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sjöunda sigurinn í röð á móti Haukum í DHL-höllinni í gær.

Byrjunarlið KR er rosalega öflugt og það kemur því ekki á óvart að byrjunarliðsmennirnir fimm hjá KR-liðinu raði sér í fimm efstu sæti á plús og mínus listanum.

Plús og mínus tölfræðin snýst það hvernig liðinu gengur þegar viðkomandi leikmaður er inn á vellinum. Hér er átt við stig skoruð mínus stig fengin á sig þann tíma sem leikmaðurinn spilar.

Pavel Ermolinskij er efstur á listanum en KR hefur unnið með 25,5 stigum að meðaltali þegar hann er inn á vellinum.

Einn annar nær yfir tuttugu og það er fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson. KR hefur unnið með 21,3 stigum að meðaltali þegar Brynjar er inn á vellinum.

KR-ingarnir Michael Craion, Helgi Már Magnússon og Darri Hilmarsson koma í næstu sætum en fyrsti maðurinn á listanum sem er ekki í KR er Tindastólsmaðurinn Myron Dempsey.

Topp tuttugu listinn í plús og mínus:

1.     Pavel Ermolinskij     KR     25,50

2.     Brynjar Þór Björnsson     KR     21,29

3.     Michael Craion     KR     18,14

4.     Helgi Már Magnússon     KR     16,00

5.     Darri Hilmarsson     KR     15,29

6.     Myron Dempsey     Tindastóll     11,86

7.     Darrel Keith Lewis     Tindastóll     10,14

8.     Helgi Freyr Margeirsson     Tindastóll     9,86

9.     Pétur Rúnar Birgisson     Tindastóll     9,14

10.     Hörður Helgi Hreiðarsson     KR     9,00

11.     Ágúst Orrason     Njarðvík     8,86

12.     Justin Shouse     Stjarnan     7,80

13.     Jón Orri Kristjánsson     Stjarnan     6,86

14.     Ingvi Rafn Ingvarsson     Tindastóll     6,29

15.     Alex Francis     Haukar     6,00

16.     Kári Jónsson     Haukar     6,00

17.     Ragnar Helgi Friðriksson     Njarðvík     5,83

18.     Marvin Valdimarsson     Stjarnan     5,71

19.     Kristinn Marinósson     Haukar     5,71

20.     Jarrid Frye     Stjarnan     5,57


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×