Enski boltinn

Kostar átta milljarða á ári að auglýsa á búningi Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Branislav Ivanovic og Eden Hazard.
Branislav Ivanovic og Eden Hazard. Vísir/Getty
Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og félagið hefur einnig náð toppsamningi við styrktaraðila og ætlar því að skipta út Samsung-auglýsingunum á búningi sínum.

Knattspyrnufélagið Chelsea hefur gengið frá fimm ára samningi við hjólbarðafyrirtækið, Yokohama, og kennimerki fyrirtækisins verður á keppnistreyjum Lundúnaliðsins frá og með næstu leiktíð.

Chelsea fær 40 milljónir punda á ári frá Yokohama eða rúma átta milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi hærri upphæð en Chelsea fékk hjá Samsung sem hefur verið á treyjum Chelsea síðastliðinn tíu ár.  

Chelsea er líka við toppinn þegar kemur að þeim félögum sem hafa stærstu styrktarsamninga við einstök fyrirtæki en aðeins Manchester United ber meira úr býtum. Chevrolet borgar United 53 milljónir punda á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×