Innlent

Körlum á leikskóla fjölgar töluvert

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn á leikskóla hafa fleiri karlmenn sér til aðstoðar en áður.
Börn á leikskóla hafa fleiri karlmenn sér til aðstoðar en áður.

Körlum sem starfa á leikskóla hefur fjölgað um 103 eða um liðlega 40% frá árinu 2010. Þetta sýna niðurstöður Hagstofu Íslands.

Á sama tíma fjölgaði konum um 77, eða um 1,5%. Í desember síðastliðnum störfuðu tæplega 5.700 manns í tæplega 5000 stöðugildum við leikskóla á Íslandi. Frá fyrra ári fjölgaði starfsmönnum um 2,8% og stöðugildum um 3,1%. Frá árinu 1998, þegar Hagstofan hóf að birta tölur um leikskóla, hefur menntuðum leikskólakennurum fjölgað úr 926 í 1.878, eða um tæplega 103%.

Leikskólakennarar voru 36,3% starfsmanna sem komu að uppeldi og menntun barna í desember 2012 samanborið við 29,1% starfsmanna árið 1998. Þá hefur orðið mikil fjölgun á starfsmönnum sem hafa lokið annarri uppeldismenntun.

Á vef Hagstofunnar má finna frekari upplýsingar um starfsemi leikskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×