Körfubolti

Körfuboltakvöld: Það eru allir að horfa á hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Tobin Carberry í fyrsta sigri Þorlákshafnar-Þórsara í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur.

Tobin Carberry var illviðráðanlegur fyrir varnarmenn Keflavíkur í þessum leik en hann var með 30 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 10 fiskaðar villur í leiknum.

Carberry kom til Þórs eftir tvo tímabil hjá Hetti og það eru margir spenntir fyrir því hvað hann geti afrekað í Þorlákshöfn í vetur.

„Hann er með fimm stoðsendingar í þessum leik en hann hefði getað verið með svona fimmtán stoðsendingar,“ sagði Hermann Hauksson.

Kjartan Atli setti síðan myndbrot á skjáinn þar sem sást vel hversu mikla athygli fékk frá varnarmönnum Keflavíkurliðsins í leiknum.

„Sjáið athyglina sem hann fær. Það eru allir Keflvíkingarnir að horfa á hann. Sjáið svo hvert þeir fara,“ sagði Kjartan Atli. Myndbandið og umræða strákana í Körfuboltakvöldi um Tobin Carberry er í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×