MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Körfuboltakvöld: Sjáđu trođsluna mögnuđu og öll tilţrifin hjá Carberry í gćr

 
Körfubolti
14:00 09. JANÚAR 2016
Skjáskot úr körfuboltakvöldi.
Skjáskot úr körfuboltakvöldi. VÍSIR/SKJÁSKOT
Anton Ingi Leifsson skrifar

Tobin Carberry var gjörsamlega frábær í fyrsta sigri Hattar í Dominos-deildinni þetta tímabilið, en Höttur vann sjö stiga sigur á Njarðvík í gær, 86-79.

Tobin skoraði 40 stig, gaf sex stoðsendingar, tók sex fráköst og var með sex stolna bolta. Frábært framlag frá Carberry sem var lykillinn að fyrsta sigri Hattar í vetur.

Umferðin var að sjálfsögðu kryfjuð til mergjar í þættinum Körfuboltakvöld í gærkvöldi, en þátturinn er á dagskrá eftir hverja umferð í Dominos-deildinni. Þar var rætt um frammistöðu Carberry.

„Hann var magnaður. Hann skóp þennan sigur að mestu leyti þó svo að ég sé sammála þjálfanum að þeir fengu meira framlag frá fleiri leikmönnum frá öðrum leikmönnum þá var hann frábær," sagði Hermann Hauksson, annar spekúlant þátanda.

„Þetta er það sem hann er búinn að vera gera í allan vetur. Það hefur bara enginn fylgt honum í þessari lest. Nú eru þeir að klára," bætti Kristinn Friðriksson, hinn sérfræðingurinn við.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan<iframe src="http://visir.is/section/MEDIA&template=iplayer&fileid=CLP42244"height="100%"width="100%"scrolling="no"frameborder="0"seamless></iframe>.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Sjáđu trođsluna mögnuđu og öll tilţrifin hjá Carberry í gćr
Fara efst