LAUGARDAGUR 28. MAÍ NÝJAST 18:45

Ricciardo: Ég vissi ađ viđ ćttum ađ geta ţetta

SPORT

Körfuboltakvöld: Hann var farinn ađ blása mjög snemma | Myndband

 
Körfubolti
13:30 23. JANÚAR 2016
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Bandaríkjamaðurinn Jeremy Atkinson lék sinn fyrsta leik með Njarðvík þegar liðið lagði Keflavík að velli, 86-92, í nágrannaslag í Domino's deild karla í gær.

Atkinson náði bara tveimur æfingum fyrir leikinn og er ekki í sínu besta formi en skoraði samt 18 stig og tók 10 fráköst gegn toppliði Keflvíkinga. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frammistöðu hans í þætti gærkvöldsins.

„Ég horfði á leikinn og fannst hann ekki geta neitt,“ sagði Fannar Ólafsson. „En hann skilaði 18 stigum og 10 fráköstum og var öflugur undir lokin.“

Atkinson þekkir vel til á Íslandi en hann lék með Stjörnunni seinna hluta tímabilsins í fyrra. Síðan þá hefur hann ekki spilað mikið og er sem áður sagði ekki í mikilli leikæfingu.

„Hann hefur verið á spila í einhverri áhugamannadeild í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Hann var farinn blása mjög snemma. En hann er atvinnumaður í körfubolta og sýndi það undir lokin þegar hann gerði fullt af flottum hlutum fyrir Njarðvík,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Umræðuna um Atkinson og leik Njarðvíkur og Keflavíkur má sjá í heild sinni hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Hann var farinn ađ blása mjög snemma | Myndband
Fara efst