ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 10:00

Tengdamóđur valdamesta mannsins í Formúlu 1 rćnt í Brasilíu

SPORT

Körfuboltakvöld: Fannar hefur rétt fyrir sér í fyrsta skiptiđ í ţćttinum

 
Körfubolti
20:30 28. FEBRÚAR 2016
Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Maciej fer inn og þeir dæma villu. Coleman kemur ekki við boltann en  hann slær í spjaldið. Þetta er klaufaskapur hjá Coleman,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, þegar þeir skoðuðu dómgæsluna á lokamínútum leiks Njarðvíkur og Stjörnunnar.

Þá voru Kristinn Geir Friðriksson og Kjartan Atli ekki sammála Fannari Ólafssyni í fyrstu hvort hefði mátt dæma skref á Al'lonzo Coleman í einum af lokasóknunum og Fannar skellti sér út á gólfið til þess að útskýra mál sitt.

Eftir að hafa litið nánar á málið tók Kjartan hinsvegar undir með Fannari að dómaratríóið hefði átt að dæma skref á Coleman.

„Þetta er rétt hjá Fannari, þetta eru þrjú skref. Þetta snýst um hvenær hann grípur boltann. Fannar hefur rétt fyrir sér í fyrsta skiptið í þættinum.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Körfuboltakvöld: Fannar hefur rétt fyrir sér í fyrsta skiptiđ í ţćttinum
Fara efst