Körfubolti

Körfuboltakvöld: Fannar hefur rétt fyrir sér í fyrsta skiptið í þættinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Maciej fer inn og þeir dæma villu. Coleman kemur ekki við boltann en  hann slær í spjaldið. Þetta er klaufaskapur hjá Coleman,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, þegar þeir skoðuðu dómgæsluna á lokamínútum leiks Njarðvíkur og Stjörnunnar.

Þá voru Kristinn Geir Friðriksson og Kjartan Atli ekki sammála Fannari Ólafssyni í fyrstu hvort hefði mátt dæma skref á Al'lonzo Coleman í einum af lokasóknunum og Fannar skellti sér út á gólfið til þess að útskýra mál sitt.

Eftir að hafa litið nánar á málið tók Kjartan hinsvegar undir með Fannari að dómaratríóið hefði átt að dæma skref á Coleman.

„Þetta er rétt hjá Fannari, þetta eru þrjú skref. Þetta snýst um hvenær hann grípur boltann. Fannar hefur rétt fyrir sér í fyrsta skiptið í þættinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×