Viðskipti innlent

Kópavogur til viðurlagsnefndar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Samþykkt um íbúðauppbyggingu- og kaup var ekki rétt kynnt.
Samþykkt um íbúðauppbyggingu- og kaup var ekki rétt kynnt. Fréttablaðið/Vilhelm
Nasdaq-kauphöllin hefur ákveðið að vísa Kópavogsbæ til svokallaðrar viðurlaganefndar vegna samþykktar í bæjarstjórninni 14. janúar á þessu ári um kaup íbúðum og byggingu fjölbýlishúsa.



Kauphöllin lætur til sín taka í málinu þar sem Kópavogsbær er útgefandi skuldabréfa. Fyrrnefnd samþykkt í bæjarstjórninni hafi verið talin geta leitt til sjö til níu prósent aukningar á skuldum bæjarins umfram áætlanir. Um slíkar upplýsingar hafi verið að ræða sem allir aðilar á markaði ættu að fá aðgang að á sama tíma. Með því að birta ekki tilkynningu um málið fyrr en daginn eftir hafi Kópavogsbær gerst brotlegur við reglur Kauphallarinnar. Eftir athugun sína hafi Kauphöllin nú óskað eftir að viðurlaganefnd taki málið fyrir. Kópavogi er gefin frestur til mánudagsins 22. desember 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×