Innlent

Konan ætlar að kæra handtökuna

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Myndskeið sem sýndi handtökuna fór eins og eldur í sinu um netið á sunnudag.
Myndskeið sem sýndi handtökuna fór eins og eldur í sinu um netið á sunnudag.
Konan sem sætti harkalegri handtöku lögreglumanns á Laugaveginum hefur ráðið sér lögfræðing og hyggst leita réttar síns. Ríkissaksóknari rannsakar málið og hefur lögregluþjóninum verið vikið tímabundið úr starfi á meðan. Þá hefur umboðsmaður Alþingis óskað eftir upplýsingum um málið.

Arnar Kormákur Friðriksson er lögmaður konunnar. Hann fagnar því hve hratt ríkissaksóknari og lögregla brugðust við málinu.

„Ég tel að gengið hafi verið fram með mun harkalegri hætti en efni stóðu til. Myndbandið talar sínu máli,“ segir Arnar, með vísan til myndbands af handtökunni sem birtist á Facebook um helgina.

„Konan er með áverka víða um líkamann,“ segir Arnar. Hún hyggst leggja fram kæru vegna þeirra. „Auk þess sem taka má fram að augljóst er að engin ógn stafaði af henni,“ segir hann.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að lögreglumaðurinn hafi beitt hefðbundnum handtökuaðferðum og ekki gengið of langt. „Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir það lítur atvikið verr út en ella,“ sagði Snorri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×