Innlent

Kona sem sökuð var um kynferðislega áreitni fær 800 þúsund í bætur

Hæstiréttur dæmdi í dag Landspítalann til að greiða hjúkrunarfræðingi á geðsviði 800 þúsund krónur í bætur vegna ákvörðunar sem stjórnendur spítalans tóku um að flytja hjúkrunarfræðinginn á milli deilda.

Hjúkrunarfræðingurinn, kona sem starfaði á geðsviði Landspítalans við Hringbraut, fór heim úr samkvæmi í fylgd karlmanns sem vann á sömu deild. Gleðskapurinn var haldinn á heimili deildastjóra í loks septembermánaðar 2006 . Fáeinum dögum seinna sakaði karlmaðurinn konuna um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni heima hjá henni. Konan var aldrei ákærð fyrir kynferðislega áreitni og hún hefur neitað ásökunum mannsins staðfastlega.

Maðurinn kvartaði undan þessari áreitni við deildarstjóra og kvaðst ekki geta unnið með henni framar. Því var sú ákvörðun tekin að konan skyldi færð á aðra deild. Konan taldi þá ákvörðun ærumeiðandi fyrir sig og vildi ekki una niðurstöðunni. Hún stefndi því spítalanum.

Héraðsdómur komst svo að þeirri niðurstöðu að ákvörðun spítalans um að flytja konuna á milli deilda skyldi felld úr gildi og konunni dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur. Hæstiréttur staðfesti svo dóm héraðsdóms en hækkaði bæturnar í 800 þúsund krónur.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×